Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Málaflokkur
Fjármálastarfsemi, Atvinnuréttindi
Undirritunardagur
22. desember 2022
Útgáfudagur
30. desember 2022
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1587/2022
22. desember 2022
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um verðbréfaréttindi, nr. 1125/2021.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna „tveggja klukkustunda á ári og samtals sex klukkustunda á hverju þriggja ára tímabili og skulu að lágmarki fjórar klukkustundir vera staðfestanlegar“ í 1. málsl. kemur: sex klukkustunda á hverju þriggja ára tímabili sem skulu vera staðfestar.
- Við 2. málsl. bætist: og skal að lágmarki tveimur klukkustundum varið í endurmenntun um lög og reglur á fjármálamarkaði, sbr. 1. tölul. 2. mgr. sömu greinar.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 41. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 22. desember 2022.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
Guðmundur Kári Kárason.
B deild - Útgáfud.: 30. desember 2022