Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Seðlabanki Íslands

Málaflokkur

Evrópska efnahagssvæðið, Fjármálastarfsemi

Undirritunardagur

29. desember 2025

Útgáfudagur

30. desember 2025

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 1557/2025

29. desember 2025

REGLUR

um beitingu val- og heimildarákvæða samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

1. gr. Gildissvið.

Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

2. gr. Áhættuvog á fjárhæðir virkra eignarhluta.

Áhættuvog skv. 3. mgr. 89. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. lög um fjármálafyrirtæki, skal vera 1250% á þá fjárhæð sem hærri er samkvæmt eftirfarandi tveimur stafliðum:

  1. þá fjárhæð virkra eignarhluta sem fer yfir 15% af hæfu fjármagni eða
  2. heildarfjárhæð samtölu virkra eignarhluta sem fer yfir 60% af hæfu fjármagni.

3. gr. Mat á virði fasteigna í tryggingasafni sértryggðra skuldabréfa.

Við mat útgefanda á virði fasteigna í tryggingasafni vegna útgáfu sértryggðra skuldabréfa gilda ekki takmarkanir skv. e-lið 1. mgr. 229. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 3. mgr. 129. gr. sömu reglugerðar og 6. gr. b laga um sértryggð skuldabréf, nr. 11/2008.

4. gr. Takmarkanir á stórum áhættuskuldbindingum.

Fjárhæðarmörk áhættuskuldbindinga vegna viðskiptamanns sem er fjármálafyrirtæki eða vegna hóps tengdra viðskiptamanna þar sem einn, eða fleiri, er fjármálafyrirtæki skv. 1. mgr. 395. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 skulu vera 15 milljarðar króna í stað 150 milljóna evra.

5. gr. Frádráttarliðir vegna stórra áhættuskuldbindinga.

Við útreikning fjárhæðar áhættuskuldbindinga skv. 1. mgr. 395. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 er heimilt að undanskilja eftirfarandi liði:

  1. Sértryggð skuldabréf sem uppfylla skilyrði laga um sértryggð skuldabréf, nr. 11/2008, sbr. a-lið 2. mgr. 400. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
  2. Kröfur á héraðs- og sveitarstjórnir innan Evrópska efnahagssvæðisins, aðrar en samkvæmt e-lið 1. mgr. 400. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, má undanskilja að 80% hluta þegar um er að ræða kröfur sem falla undir 20% áhættuvægi skv. 2. kafla II. bálks þriðja hluta reglugerðarinnar. Sama á við um ábyrgðir og aðrar áhættuskuldbindingar sömu aðila, sbr. b-lið 2. mgr. 400. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.

6. gr. Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 4. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast þegar gildi. Við gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 789/2022, um sama efni.

Seðlabanka Íslands, 29. desember 2025.

Ásgeir Jónsson

seðlabankastjóri.

Gísli Óttarsson

framkvæmdastjóri.

B deild — Útgáfudagur: 30. desember 2025

Tengd mál