Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Málaflokkur
Evrópska efnahagssvæðið, Fjármálastarfsemi
Undirritunardagur
13. nóvember 2025
Útgáfudagur
28. nóvember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1250/2025
13. nóvember 2025
REGLUGERÐ
um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um verðbréfun.
1. gr.
Með reglugerð þessari öðlast gildi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1732 frá 18. september 2020 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2402 að því er varðar gjöld sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin innheimtir af verðbréfunarskrám, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83 frá 14. nóvember 2024 á bls. 267-272, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2024 frá 12. júní 2024 um upptöku hennar í IX. viðauka (frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn og birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 72 frá 3. október 2024 á bls. 50-54, og bókun 1 um altæka aðlögun, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 1. mgr. 15. gr. laga um verðbréfun, nr. 71/2025, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 13. nóvember 2025.
F. h. r.
Gunnlaugur Helgason.
Sigríður Rafnar Pétursdóttir.
B deild — Útgáfudagur: 28. nóvember 2025