Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Velferðarráðuneytið (2011-2018)
Málaflokkur
Heilbrigðismál, Ríkisstofnanir
Undirritunardagur
28. janúar 2011
Útgáfudagur
31. janúar 2011
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 76/2011
28. janúar 2011
REGLUGERÐ
um sameiningu St. Jósefsspítala og Landspítala.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á St. Jósefsspítala, Sólvangi frá og með 1. febrúar 2011:
- St. Jósefsspítali, Sólvangur skiptist í annars vegar St. Jósefsspítala og hins vegar Sólvang.
- St. Jósefsspítali sameinast Landspítala undir nafninu Landspítali.
- Sólvangur verður sjálfstæð heilbrigðisstofnun undir nafninu Sólvangur.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. febrúar 2011. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 608/2005, um sameiningu heilbrigðisstofnana.
Velferðarráðuneytinu, 28. janúar 2011.
Guðbjartur Hannesson.
Anna Lilja Gunnarsdóttir.
B deild - Útgáfud.: 31. janúar 2011