Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Háskóli Íslands
Málaflokkur
Menntamál, Háskólar
Undirritunardagur
11. desember 2023
Útgáfudagur
27. desember 2023
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1528/2023
11. desember 2023
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 331/2022 um inntökuskilyrði í grunnnám við Háskóla Íslands.
1. gr.
4. mgr. 9. gr. reglnanna orðast svo í heild:
Til að hefja nám í hjúkrunarfræði fyrir fólk sem lokið hefur öðru háskólaprófi skal umsækjandi hafa lokið bakkalárprófi með lágmarkseinkunninni 6,5.
2. gr.
Reglur þessar hefur háskólaráð sett á grundvelli tillagna viðkomandi fræðasviðs og með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008, um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 11. desember 2023.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
B deild - Útgáfud.: 27. desember 2023