Fara beint í efnið

Heilbrigðismál

Slys og bráðatilvik

Bráða- og slysamóttökur eða slysadeildir eru á flestum heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Þjónustan er veitt allt árið. Neyðarnúmerið 112 (einn, einn, tveir) sinnir allri neyðarþjónustu og svarar öllum símtölum vegna neyðartilvika og aðstoðarbeiðna.

Slysa- og bráðamóttaka

Bráðaþjónusta og/eða slysamóttökur eru starfandi við deildir og svið sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana.

Slysa- og bráðamóttaka er á Landspítala í Fossvogi, sími 543 2000.
Bráðamóttaka Landspítala í Fossvogi
Bráðadeild á G2 Landspítala í Fossvogi
Bráða- og göngudeild G3 Landspítala í Fossvogi
Slysa- og bráðamóttaka Sjúkrahússins á Akureyri

Bráðaþjónusta við hjartasjúklinga er á Hjartagátt, Landspítala við Hringbraut, nema um helgar. Þá er tekið á móti hjartasjúklingum á slysa- og bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi.

Börn og unglingar

Bráðamóttaka Barnaspítala Hringsins er tilvísunarþjónusta og tekur við veikum börnum og unglingum að 18 ára aldri. Bráðamóttakan er opin allan sólarhringinn og sinnir bráðveikum börnum. Sími 543 1000.

Barnalæknar eru með kvöld- og helgarþjónustu í Læknahúsinu, Domus Medica, við Egilsgötu, sími 563 1010.

Bráðaþjónusta fyrir börn með geðsjúkdóma eða geðraskanir er virka daga á dagtíma hjá BUGL, Dalbraut 12, sími 543 4300, en á öðrum tímum er símtölum beint til legudeildar BUGL, sími 543 4320/543 1000. Þá er einnig bráðamóttaka við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri, sími 463 0100.

Geð

Bráðamóttaka geðsviðs Landspítala er í geðdeildarbyggingu sjúkrahússins við Hringbraut, sími 543 4050/543 1000. Utan opnunartíma er hægt að leita á almenna bráðamóttöku. Bráðamóttaka er við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri, sími 463 0100.

Meðganga

Ef alvarleg vandkvæði eins og blæðingar eða verkir á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu hrjá konur geta þær leitað til móttökudeildar kvennasviðs Landspítala við Hringbraut, sími 543 3266/543 3265/543 1000. Þá geta konur einnig leitað til kvennadeildar Sjúkrahússins á Akureyri, sími 463 0129/463 0134.

Áfengi og vímuefni

Móttaka fyrir þá sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða er í geðdeildarbyggingu Landspítala við Hringbraut, sími 543 4050/543 1000.

Nauðgun

Bráðamóttaka vegna kynferðislegs ofbeldis er á öllum bráðamóttökum og slysadeildum. Sérstök neyðarmóttaka er á slysa- og bráðasviði Landspítala í Fossvogi, sími 543 2094/543 2000 og slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri, sími 463 0800.

Eitrun

Komist einstaklingur í tæri við hættuleg efni, eitraðar plöntur eða lyf skal hafa samband við eitrunarmiðstöð Landspítala, sími 543 2222. Hægt er að hringja allan sólarhringinn og fá upplýsingar og leiðbeiningar. Einnig er hægt að nálgast fræðsluefni um hvernig bregðast á við ef eitrun verður.

Áfallahjálp

Þeir sem orðið hafa fyrir áfalli geta leitað aðstoðar á miðstöð áfallahjálpar á Landspítala, sími 543 2085, slysadeildum og bráðamóttökum og hringt í hjálparsíma Rauða krossins.

Tannlæknar

Á höfuðborgarsvæðinu starfar neyðarvakt tannlækna. Athugið að gjaldskrá starfandi tannlækna er frjáls og er allt frá 34% til 130% yfir gjaldskrá sem heilbrigðisráðherra gefur út fyrir tannlækna. Spyrjið um verð áður en þjónusta er þegin.

Vert að skoða