Atvinnurekendur geta skráð laus störf og náð til fólks í atvinnuleit á Íslandi og í Evrópu.
Skráning starfa
Störf eru skráð á Mínum síðum atvinnurekenda.
Þegar starfið hefur verið skráð fara ráðgjafar hjá Vinnumálastofnun yfir starfslýsinguna. Atvinnurekandi er beðinn um viðbótarupplýsingar ef þær vantar eða ef það þarf að laga texta.
Samskipti milli ráðgjafa og atvinnurekenda eru í gegnum Mínar síður atvinnurekenda.
Umboð til starfsmanna
Atvinnurekendur geta veitt starfsmönnum sínum umboð til að fara inn á Mínar síður atvinnurekenda.
Upplýsingar um umboð á Ísland.is
Skilyrði
Starf er skráð á kennitölu fyrirtækis. Ef Vinnumálastofnun fær upplýsingar um að starfsemi þurfi að skoða nánar, og ástæða þykir til, hefur stofnunin heimild til að synja fyrirtæki um þjónustu þar til þau mál hafa verið leiðrétt.
Laun fyrir starf skulu vera samkvæmt kjarasamningum.
Birting starfa
Hægt er að velja um að:
Auglýsa störf á Mínum síðum Vinnumálastofnunar. Einstaklingar á atvinnuleysisskrá sækja beint um störf þar.
Auglýsa störf á svæði Vinnumálastofnunar á Ísland.is. Allir geta sótt um störfin.
Auglýsa störf á evrópsku vinnumiðluninni, EURES. Starfsauglýsingin er sérmerkt og þýdd á ensku. Ef frekari upplýsinga er óskað um EURES er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið: eures@vmst.is.
Störf með ráðningarstyrk
Hægt er að velja um að birta starf fyrir alla atvinnuleitendur eða einungis fyrir starfskraft með ráðningarstyrk.
Ráðgjöf
Vinnumálastofnun gegnir mikilvægu hlutverki við að tengja atvinnuleitendur við atvinnurekendur og veita stuðning í atvinnuleit. Hægt er að fá aðstoð frá atvinnuráðgjafa við ráðningarferlið en Vinnumálastofnun kemur ekki að framkvæmd eða skipulagningu atvinnuviðtala, né gerð ráðningarsamninga.
Virkni í atvinnuleit
Einstaklingar sem fá atvinnuleysisbætur hafa ákveðnar skyldur. Meðal þeirra er að mæta í boðuð atvinnuviðtöl og svara símtölum atvinnurekenda.
Með því að skrá starf samþykkja atvinnurekendur að merkja við á Mínum síðum hvort:
umsækjandi hafi mætt eða ekki
auðvelt hafi verið að ná í viðkomandi í síma eða ekki.
Það er mikilvægt að vanda til þessarar skráningar enda miklir hagsmunir í húfi fyrir atvinnuleitendur.
Um allt land
Aðstoð við ráðningar er í boði út um allt land, á öllum þjónustuskrifstofum.
Þjónustuaðili
Vinnumálastofnun