Fara beint í efnið

Ráðningarstyrkur

Skrá starf og sækja um ráðningarstyrk

Sækja um ráðningarstyrk

Markmið ráðningarstyrks er að aðstoða atvinnurekendur við að fjölga tækifærum á vinnumarkaði fyrir atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun.

Með fjárstyrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði er atvinnurekendum gert auðveldara fyrir að ráða nýtt starfsfólk um leið og atvinnuleitendur fá tækifæri til komast aftur út á vinnumarkað.

Atvinnurekandi getur fengið upphæð 100% grunnatvinnuleysisbóta auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð í allt að 6 mánuði greidda með nýjum starfskrafti eða allt að 390.084 kr. í styrk á mánuði.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á netfangið vinnumidlun@vmst.is

Skrá starf og sækja um ráðningarstyrk

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun