Innlögn númera
Hægt er að skrá ökutæki tímabundið úr umferð með því að skila númeraplötum til Samgöngustofu eða á næstu skoðunarstöð. Ef ökutækið er með tvær númeraplötur þarf að skila inn báðum plötunum. Ef önnur platan er týnd þarf að panta nýja plötu við innlögn.
Með innlögn númera stöðvast álagning bifreiðagjalda og hægt er að fá tryggingar felldar niður af ökutækjum í almennri notkun. Tryggingafélög veita frekari upplýsingar um niðurfellingu trygginga við númerainnlögn.
Skráning úr umferð með miða
Ef ekki er hægt að fjarlægja númeraplöturnar getur skráður eigandi tilkynnt um tímabundna skráningu ökutækisins úr umferð með miða með því að fylla út umsóknina hér að ofan. Miði með áletruninni „Notkun bönnuð“ er sendur á lögheimili eigandans. Miðann á að líma yfir skoðunarmiðann á ökutækinu.
Með skráningu úr umferð með miða:
stöðvast álagning bifreiðagjalda
er ekki er lagt vanrækslugjald á ökutækið vegna skoðunar
Ekki er tryggt að tryggingar falli niður á ökutæki sem skráð er úr umferð með miða. Eigandi eða umráðamaður þarf að hafa samband við sitt tryggingafélag til að fá nánari upplýsingar.
Gott að hafa í huga
Óheimilt er að nota ökutæki sem er skráð úr umferð.
Ekki er hægt að skrá ökutæki úr umferð afturvirkt.
Við skráningu úr umferð þarf að skrá kílómetrastöðu fyrir rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla.
Þegar skrá á ökutæki aftur í umferð með miða þarf að tilkynna það rafrænt hér.
Kostnaður
1.153 krónur greitt við innlögn númera eða afhendingu miða. Númeraplöturnar eru geymdar í eitt ár.
Ef áætlað er að geyma númerin lengur þarf að greiða geymslugjald að nýju. Ef það er ekki gert er plötunum fargað að ári liðnu.
Umferðarskráningar - algengar spurningar

Þjónustuaðili
Samgöngustofa