Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Viðurkenning ökutækis til flutnings á hættulegum farmi (ADR)

Umsókn um ADR-skráningu ökutækis

Skráning í notkunarflokkinn

Við flutning á hættulegum farmi á vegum þarf að fylgja sérstökum reglum og er meðal annars gerð krafa um að ökutækið sé viðurkennt til slíkrar notkunar. Skráning ökutækis í notkunarflokkinn „Hættulegur farmur (ADR)“ skal ekki fara fram nema fyrir liggi viðurkenning þess að það uppfylli kröfur sem gerðar eru til slíks ökutækis. Nánari upplýsingar eru í skráningareglum Samgöngustofu.

Umsókn

Þegar sótt er um skráningu ökutækis til flutnings á hættulegum farmi skal skila inn umsókn til Samgöngustofu ásamt nauðsynlegum fylgigögnum. Í umsókn skal tilgreina ADR-viðurkenningarflokka.

ADR-skoðun

Sé umsókn samþykkt þarf að færa ökutæki til ADR-skoðunar á skoðunarstöð. Standist ökutækið ADR-skoðun fær það skráðan gildistíma ADR-viðurkenningar í ökutækjaskrá. Til þess að viðhalda ADR-viðurkenningu ökutækis skal færa það árlega til ADR-skoðunar.

Kostnaður

Kostnaður vegna skráningar á ADR-gildistíma er 1.103 krónur og er greitt við ADR-skoðun.

Umsókn um ADR-skráningu ökutækis

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa