Fara beint í efnið

Viðurkenning ökutækis til flutnings á hættulegum farmi (ADR)

Umsókn um skráningu á ADR ökutæki

Skráning í notkunarflokkinn

Við flutning á hættulegum farmi á vegum þarf að fylgja sérstökum reglum og er meðal annars krafa um að ökutækið sé viðurkennt til þess. Hægt er að fá ökutæki skráð í notkunarflokkinn "hættulegur farmur" uppfylli ökutækið kröfur samkvæmt ADR reglum. Sjá nánar í skráningareglur Samgöngustofu.

Umsókn

Þegar sótt er um skráningu ökutækis til flutnings á hættulegum farmi skal skila inn umsókn til Samgöngustofu um skráninguna ásamt nauðsynlegum fylgigögnum. Í umsókn skal tilgreina þann flokk hættulegs farms sem ökutæki óskast viðurkennt fyrir.

ADR skoðun

Sé umsókn samþykkt þarf að færa ökutæki til ADR skoðunar á skoðunarstöð. Standist ökutækið ADR skoðun fær það skráðan gildistíma ADR viðurkenningar í ökutækjaskrá. Til þess að viðhalda ADR viðurkenningu ökutækis skal færa ökutækið árlega til ADR skoðunar.

Kostnaður

Kostnaður vegna skráningar ADR gildistíma er 1.071 króna og greiðist það gjald við ADR skoðun.

Umsókn um skráningu á ADR ökutæki

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa