Skráning í notkunarflokkinn
Við flutning á hættulegum farmi á vegum þarf að fylgja sérstökum reglum og er meðal annars krafa um að ökutækið sé viðurkennt til þess. Hægt er að fá ökutæki skráð í notkunarflokkinn "hættulegur farmur" uppfylli ökutækið kröfur samkvæmt ADR reglum. Sjá nánar í skráningareglur Samgöngustofu.
Umsókn
Þegar sótt er um skráningu ökutækis til flutnings á hættulegum farmi skal skila inn umsókn til Samgöngustofu um skráninguna ásamt nauðsynlegum fylgigögnum. Í umsókn skal tilgreina þann flokk hættulegs farms sem ökutæki óskast viðurkennt fyrir.
ADR skoðun
Sé umsókn samþykkt þarf að færa ökutæki til ADR skoðunar á skoðunarstöð. Standist ökutækið ADR skoðun fær það skráðan gildistíma ADR viðurkenningar í ökutækjaskrá. Til þess að viðhalda ADR viðurkenningu ökutækis skal færa ökutækið árlega til ADR skoðunar.
Kostnaður
Kostnaður vegna skráningar ADR gildistíma er 1.103 krónur og greiðist það gjald við ADR skoðun.
![](https://images.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/3EumKpWqbPFygVWxWteoW/2961b0d9c162e8528e5771ab1707a368/Samgongustofa-stakt-400-400.png)
Þjónustuaðili
Samgöngustofa