Sakaskrá geymir niðurstöður í sakamálum. Almenningur hefur ekki aðgang að sakaskrá en þegar sótt er um sakavottorð er notast við upplýsingar úr henni.
Sakavottorð til einstaklings Hér sést hversu lengi niðurstöður sakamáls birtist á vottorði til einstaklings.
Niðurstaða málsins Brot á almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni Upplýsingar birtast á vottorðum í 5 ár frá þeim degi sem niðurstaðan fæst í málið.
Brot á umferðarlögum og öðrum sérrefsilögum Upplýsingar birtast ekki á vottorðum.
Brot á almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni Upplýsingar birtast á vottorðum í 5 ár frá lokum afplánunar fangelsisdóms (þ.m.t. lok samfélagsþjónustu) eða lok reynslutíma reynslulausnar.
Brot á umferðarlögum og öðrum sérrefsilögum Upplýsingar birtast ekki á vottorðum.
Brot á almennum hegningarlögum Upplýsingar birtast á vottorðum í 5 ár frá þeim degi sem niðurstaðan fæst í málið.
Brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Sekt hærri en 100.000 kr. Upplýsingar birtast á vottorðum í 3 ár frá þeim degi sem niðurstaðan fæst í málið.
Brot á umferðarlögum. Sekt hærri en 150.000 kr. Upplýsingar birtast ekki á vottorðum.
Brot á öðrum sérrefsilögum. Sekt hærri en 100.000 kr.- Upplýsingar birtast ekki á vottorðum.
Ráðstöfun samkvæmt 62.- 67. grein
Brot á almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni Upplýsingar birtast á vottorðum í 5 ár frá þeim degi sem ráðstafanir eru felldar niður.
Brot á umferðarlögum og öðrum sérrefsilögum Upplýsingar birtast ekki á vottorðum.
Brot á almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni Upplýsingar birtast á vottorðum í 3 ár frá þeim degi sem niðurstaðan fæst í málið.
Brot á umferðarlögum og öðrum sérrefsilögum Upplýsingar birtast ekki.
Brot á umferðarlögum og öðrum sérrefsilögum Upplýsingar birtast ekki.
Þegar einstaklingar þurfa að framvísa sakavottorði er hægt að sækja um vottorðið rafrænt hjá sýslumanni.
Umsókn um sakavottorð til einstaklinga
Sakavottorð til yfirvalda Tilteknir opinberir aðilar geta snúið sér beint til ríkissaksóknara og óskað eftir sakavottorði um einstaklinga og lögaðila, hafi þeir lögvarða hagsmuni af slíkum upplýsingum.
Sakavottorð til yfirvalda
Meira um sakaskrá Í sakaskrána eru færðar tilteknar upplýsingar um sakamál eins og dómar, viðurlagaákvarðanir, lögreglustjórasáttir og ákærufrestanir.