Vinsamlegast athugið að á tímabilinu 1. janúar til 10. mars ár hvert liggur afgreiðsla beiðna um niðurfellingu sakarkostnaðar niðri vegna skila á skattframtölum. Beiðnir eru þá teknar fyrir þegar framtalsfresturinn rennur út og umsækjendur hafa skilað nýju skattframtali. Móttökudagur umsóknar telst þá sá dagur sem framtal umsækjanda berst.
Umsókn um niðurfellingu sakarkostnaðar
Ef fjárhagsaðstæður eru bágar getur skuldari óskað eftir því að sakarkostnaður verði felldur niður.
Athugið að umsóknin er ekki tekin til afgreiðslu fyrr en öllum nauðsynlegum fylgigögnum hefur verið skilað inn.
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
Afrit tveggja síðustu skattframtala umsækjanda.
Afrit þriggja síðustu launaseðla umsækjanda.
Önnur gögn sem kunna að styðja umsóknina, til dæmis:
Vottorð um skólavist ef umsækjandi er í námi.
Læknisvottorð ef möguleikar umsækjandans til að afla sér tekna í framtíðinni eru skertir vegna varanlegrar örorku eða veikinda.
Vottorð frá Þjóðskrá Íslands um forsjá og lögheimili barns eða barna eða skjal sem sýnir skipan meðlags, það er staðfesting eða úrskurður frá sýslumanni, dómur eða dómsátt.
Umsókn um niðurfellingu sakarkostnaðar kemur ekki í veg fyrir frekari innheimtuaðgerðir, eins og fjárnám, nauðungarsölu eða skráningu á vanskilaskrá.
Afgreiðslutími
Þegar umsókn og nauðsynlegum fylgigögnum hefur verið skilað inn, má að jafnaði vænta svars fyrir tíunda dag næsta mánaðar eftir öll nauðsynleg fylgigögn hafa verið móttekin.
Mat á niðurfellingu sakarkostnaðar
Við mat á því hvort sakarkostnaður verði felldur niður eru eftirfarandi þættir teknir til skoðunar:
Að tekjur nemi ekki hærri fjárhæð en kr. 4.772.000 á ári.
Þessi fjárhæð er hækkuð um kr. 530.000 fyrir hvert barn undir 18 ára aldri sem býr hjá umsækjanda eða hann greiðir meðlag með.
Með tekjum er átt við tekjuskattsstofn, fjármagnstekjur og skattfrjálsar tekjur.
Hvort umsækjandi eigi eignir, s.s. fé á bankareikningi, hlutabréf, fasteignir eða annað.
Hvort sérstakar aðstæður, s.s. nám eða afplánun refsivistar, hamli tekjuöflun umsækjanda.
Hvort aflahæfi umsækjanda er verulegt skert til frambúðar vegna varanlegrar örorku eða veikinda.
Hvort umsækjandi hafi staðið skil á greiðslum skv. samningi við SMNV í a.m.k. 1 ár en ekki eru líkur á því að aflahæfi hans breytist til batnaðar og ljóst þykir að umsækjandi muni ekki ná að greiða sakarkostnaðinn á komandi árum.
Nánari upplýsingar má finna í viðmiðunarreglum um niðurfellingu sakarkostnaðar.
Hægt er að nálgast upplýsingar hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra í síma 458-2500.
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú nálgast umsóknina hér á PDF formi.
Þjónustuaðili
Sýslumenn