Sækja um leyfi til endurhleðslu skothylkja - flokkur E
Almennt
Sérstakt leyfi þarf til að mega stunda endurhleðslu skothylkja fyrir skotvopn.
Svona er ferlið
Skotvopnaleyfishafi sækir um heimild til að fá að sækja námskeið til endurhleðslu skothylkja.
Lögregla vinnur úr og samþykkir umsókn.
Skotvopnaleyfishafi fær tilkynningu í pósthólf á Ísland.is um að vera samþykktur að taka slíkt námskeið
Skotvopnaleyfishafi fer á stúfana og finnur kennara sem hefur réttindi til kennslu endurhleðslu og nemur þar fræðin.
Þegar námskeiði er lokið er send staðfesting frá kennara á netfang þess embættis sem viðkomandi er með lögheimili í. Það má finna hér.
Skilyrði
Skilyrði er að umsækjandi hafi:
haft almennt skotvopnaleyfi í að minnsta kosti 1 ár
staðist námskeið í endurhleðslu skothylkja hjá viðurkennudm leiðbeinanda
Fylgigögn
Með umsókn þarf að fylgja:
upplýsingar um geymsluaðstöðu fyrir efni og búnað
Réttindi
Heimilar að:
hlaða skothylki til eigin nota,
kaup á púðri, hvellhettum og skothylkjum
kaup á búnaði til endurhleðslu skotfæra
Kostnaður
6.500 krónur
Gildistími
Hámark 5 ár
Þjónustuaðili
Lögreglan