Almennt
Sækja þarf um sérstakt leyfi fyrir loftskammbyssum til ólympískrar skotfimi.
Skilyrði
Umsækjandi þarf að hafa:
haft almennt skotvopnaleyfi í að minnsta kosti 1 ár
verið virkur meðlimur í viðurkenndu skotfélagi í að minnsta kosti 1 ár
Í einhverjum tilvikum þarf að sýna fram á námskeið og próf.
Fylgigögn
Með umsókn þarf að fylga:
staðfesting skotfélags um virkni
staðfesting á námskeiði ef við á
Réttindi
Heimilar eigu og notkun á:
loftskammbyssum
Kostnaður
6.500 krónur
Gildistími
Hámark 5 ár
Þjónustuaðili
Lögreglan