Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sækja um innflutningsleyfi vopna, önnur en skotvopn

Almennt

Sérstakt leyfi þarf vegna innflutnings á:

  • bitvopni með lengra blaði en 12 sentímetrar sem á ekki að nota við heimilishald eða atvinnu,

  • fjaðrahníf, fjaðrarýtingi, fallhníf, fallrýtingi, stunguvopni eða öðrum slíkum vopnum,

  • höggvopni, svo sem hnúajárni, gaddakylfu, felukylfu, kylfu sem ekki er ætluð til íþróttaiðkunar eða eða öðrum slíkum vopnum, svo og rafmagnsvopnum,

  • sverðum sem eru sambland höggvopna og bitvopna,

  • kaststjörnum, kasthnífum eða öðrum slíkum vopnum,

  • lásbogum, langbogum, slöngubyssum eða öðrum slíkum vopnum, svo og örvaroddum. Þetta tekur þó ekki til boga sem ætlaðir eru til æfinga eða keppni í bogfimi.

Leyfi geta verið veitt vegna

  • Vopnið hefur söfnunargildi. Þetta á yfirleitt ekki við um nýja hluti eða eftirlíkingar.

  • Sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Þær þurfa að vera vel rökstuddar.

Leyfinu fylgja takmarkanir og skilyrði.

Umsókn

Þú getur sent umsókn:

  • í tölvupósti á leyfi@rls.is,

  • með bréfi sem sent er til: Ríkislögreglustjóra, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík.

Upplýsingar sem þurfa að fylgja

Með umsókn þurfa að fylgja:

  • upplýsingar um umsækjanda, eins og nafn og kennitölu,

  • upplýsingar um vopnið, eins og blaðlengs eða aðra eiginleika,

  • mynd af vopninu,

  • rökstudd ástæða umsóknar.

Í einhverjum tilvikum er kallað eftir frekari upplýsingum í tölvupósti eða síma.

Vinnlsutími umsókna

Afgreiðsla umsókna getur tekið allt að nokkrum mánuðum.

Þú getur hætt við umsóknina hvenær sem er.

Þegar umsókn er samþykkt

Ef umsókn er samþykkt færð þú bréf í pósti og skannað afrit í tölvupósti.

Ef umsókn er hafnað

Ef umsókn er hafnað, færðu leiðbeiningar um hvernig þú getur kært ákvörðunina og óskað eftir rökstuðningi.

Þjónustuaðili

Lögreglan