Birting bréfa og gagna í stafrænu póshólfi á island.is
17. september 2025
Frá og með 19. september 2025 munu bréf og gögn frá umboðsmanni skuldara birtast þjónustunotendum í stafræna pósthólfinu á Ísland.is.

Birting þessi er í samræmi við lög nr. 105/2021 um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda.
Í stafrænu pósthólfi birtast hvers konar gögn, sem verða til við meðferð máls hjá stjórnvöldum, svo sem bréf og ákvarðanir. Opinberum aðilum er heimilt að birta í stafrænu pósthólfi bæði almennar og viðkvæmar persónuupplýsingar einstaklinga eins og þær eru skilgreindar í lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Gagn í stafrænu pósthólfi telst birt þegar það er orðið aðgengilegt í stafrænu pósthólfi viðtakanda.
Ítarlegri upplýsingar og leiðbeiningar um notkun á Stafræna pósthófinu eru á vef island.is
Hér má lesa meira um þau skjöl sem umboðsmaður skuldara mun birta í stafrænu pósthólfi.
