Tengjum ríkið, árleg ráðstefna Stafræns Íslands þar sem stafræn framtíð hins opinbera er umfjöllunarefnið. Ráðstefnan var haldin þann 26. september 2024 á Hilton Nordica sem og í streymi.
Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var breytingastjórnun með sérstakri áherslu á innleiðingu stafrænnar þjónustu og ferla. Dave Rogers, Liz Whitfield og Sara Bowley voru lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar en þau hafa öll tekið þátt í og náð frábærum árangri í ólíkum og stórum stafrænum umbreytingaverkefnum í bresku stjórnsýslunni. Nánari upplýsingar um Dave, Liz og Sara má finna hér neðar.
Þá verður fjöldi áhugaverðra erinda frá stofnunum sem hafa náð góðum árangri í stafrænni vegferð og stafrænni þjónustu. Þar á meðal eru erindi frá Samgöngustofu, Sjúkratryggingum, TR, Vinnueftirlitinu og frá verkefninu Fyrir Grindavík. Dagskrá ráðstefnunnar lýkur með Stafrænum skrefum stofnana þar sem veittar verða viðurkenningar til þeirra stofnana sem hafa tekið stafræn stökk á árinu í samstarfi við Stafrænt Ísland.
Að morgni ráðstefnudags voru 4 vinnustofur sem snéru að þjónustu, tækniumhverfi og þróun, Ísland.is og ávinningi stafrænna verkefna. Þátttakendur á vinnustofunum voru forstöðumenn, þjónustustjórar, vefstjórar, tæknistjórar hjá stofnunum sem og fulltrúar fyrirtækja og einstaklinga. Markmið með vinnustofunum er markvisst framlag í þá stafrænu þróun sem er framundan næstu misserin.
Vinnustofurnar voru frá 10-12 að morgni ráðstefnudags en ráðstefnan frá 13-17.
Miðaverð í ár verður 7.900 kr. fyrir ráðstefnuna og 2.900 kr. í streymi.
Lykil fyrirlesarar Tengjum ríkið 2024
Dave Rogers er ráðgjafi og eigandi hjá Public Digital þar sem hann , leiðir helstu verkefni og veitir sérfræðiþekkingu á stafrænni forystu og tækni.
Hann sérhæfir sig í stafrænum og tæknilegum umbreytingum, notendamiðaðri þjónustu og stefnumótun. Hann er einnig tæknisérfræðingur, með sérfræðiþekkingu á hönnun og afhendingu hugbúnaðar, gagnaþjónustu, gervigreindar og netöryggis.
Dave hefur veitt alþjóðlegum stjórnvöldum og fjölþjóðlegum fyrirtækjum ráðgjöf, þar á meðal ríkisstjórnum Kanada, Ástralíu, Jamaíka og Madagaskar; Arup, úrvalsdeild og BT. Hlutverk hans er að veita stefnumótunarráðgjöf, þjálfun og fyrirgreiðslu til að ná ávinningi fyrir notendur samhliða víðtækari kerfis- eða markaðsáhrifum.
Áður en Dave gekk til liðs við Public Digital hjálpaði Dave að stofna stafræna teymi breska dómsmálaráðuneytisins og stækkaði það úr aðeins níu manns í meira en 1.300. Sem yfirmaður tæknimála hjálpaði Dave að umbreyta réttlæti í Englandi og Wales með afhendingu tækni og beitingu notendamiðaðrar hönnunar.
Liz Whitefield er framkvæmdastjóri og meðstofnandi Hippo og býr yfir mikilli reynslu og innsýn í stafrænni umbreytingu og þá sérstaklega til að skilja áskoranir afhendingar í opinberri þjónustu. Hippo er margverðlaunaður þjónustuaðili sem veitir alhliða notendamiðaða stafræna þjónustu fyrir helstu skjólstæðinga hins opinbera og einkageirans, þar á meðal heilsu, velferð, menntun og réttlæti. Hippo Digital var stofnað árið 2017 og er tæknifyrirtæki með höfuðstöðvar í Leeds sem hefur vaxið úr aðeins sex manns í að ráða um 500 ráðgjafa á sex stöðum í Bretlandi.
30 ára reynsla hennar í opinbera geiranum fela í sér skilastýringu, ráðgjafar- og umbreytingarhlutverk, en síðast studdi hún við stafræna umbreytingu vinnu- og lífeyrisdeildina. Liz gegndi lykilhlutverki í að koma á fót fyrstu stafrænu akademíunni í opinbera geiranum í Bretlandi. Hún hefur reynslu af því að bæta upplifun og stuðning við notendur og skilur lykilhlutverkið að byggja upp skilvirk tengsl við lykilhagsmunaaðila í hvaða umbreytingu sem er.
Sara Bowley er aðstoðarforstjóri stafrænnar heilbrigðis- og fötlunarþjónustu hjá Department for Work and Pensions (DWP) UK. Hún ber ábyrgð á því að breyta heilbrigðismatsþjónustunni.
Áður en Sara gekk til liðs við DWP fyrr á þessu ári var Sara hjá BBC þar sem leiddi stafræna umbreytingu og afhendingu á vörum á borð við iPlayer og Sounds. Þar áður var hluti af Government Digital Service (GDS) sem hóf GOV.UK. Hún hefur yfir 25 ára reynslu af því að vinna í stafrænni umbreytingu í mörgum mismunandi atvinnugreinum allt frá verslun, opinberri þjónustu, fjölmiðlum og góðgerðarstarfsemi.
Hún er árangursmiðaður leiðtogi sem talar fyrir mannlegri nálgun til að umbreyta stafrænni opinberri þjónustu. Hún hefur brennandi áhuga á að setja notandann í hjarta hönnunar- og afhendingarferlisins og byggja upp frábært teymi sem hefur vald til að skila áhrifum í mælikvarða.
Tengjum ríkið 2024 dagskrá
Dave mun ræða mannlega hlið breytinga í samhengi stafrænna umbreytinga. Dave mun tala um traust, ögra trú á falska vissu og sjálfbærni og segja frá eigin reynslu til að sýna mikilvægi ólíkra þátta þegar kemur að innleiðingu stafrænna ferla.
Sara og Liz deila reynslu sinni og sjónarhorni á mikilvægu hlutverki fólks í að knýja fram farsæla stafræna umbreytingu. Á meðan þær gera sér grein fyrir mikilvægu hlutverki tækninnar munu þær kanna hvernig mannlegi þátturinn - forystu, aðlögunarhæfni og samvinna - skiptir sköpum. Þær munu einnig ræða viðfangsefni eins og mótstöðu gegn breytingum, hæfni og hvernig hægt er að efla stafrænt hugarfar og veita innsýn í að yfirstíga þessar hindranir til að ná varanlegum umbreytingum.
Hólmfríður Sigríður Jónsdóttir
Teymisstjóri hugbúnaðarlausna á upplýsingatæknisviði TR
Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir sviðsstjóri svið fólks, upplýsinga og þróunar og Jón Ingi Einarsson sviðsstjóri svið reksturs og greiningar.
Kristján Þorvaldsson sviðsstjóri stafrænnar þróunar hjá Sjúkratryggingum
Vinnustofur
Fyrri hluti: Samstarf við Stafrænt Ísland út frá fjáhagslegum áhrifum á rekstur stofnunar.
Fjallað verður um miðlægan rekstrar- og þróunarkostnað Stafræns Íslands og hvaða áhrif það hefur á rekstur samstarfsstofnunar. Þá veður einnig farið yfir aðferðafræðina við rammasamningsútboð Stafræns Íslands og hvaða tækifæri það veitir stofnunum.
Æskileg niðurstaða vinnustofunnar er bæta samstarf við stofnanir, auka fyrirsjáanleika í rekstri stofnunar og ræða tækifæri í samstarfi við Stafrænt Ísland út frá fjárhagslegum rekstri.
Seinni hluti: Áhrif fjárfestingar í hugbúnaðarþróun og stafrænum ferlum á starfsemi og rekstur stofnunar og verkefna.
Fjallað verður um fjárhagslegan ávinning af stafrænum ferlum og þá sérstaklega út frá aðferðafræði ávinningsmats sem Stafrænt Ísland hefur þróað í samstarfi við stofnanir. Einnig verður tækifæri til að bæta rekstur með fjárfestingum í upplýsingatækni og hverjar eru helstu áskoranir.
Æskileg niðurstaða er að þátttakendur ræði aðferðafræði ávinningsmatsins og komi með tillögur að úrbótum ásamt því að draga fram sameiginlegar áskoranir við ábótasamar fjárfestingar í upplýsingatækni.
Á vinnustofunni viljum við rýna í framtíðarsýnina fyrir vefinn Ísland.is og hvernig má gera hann enn betur úr garði og tryggja það að hann mæti þörfum þeirra fjölmörgu og ört vaxandi notendahópa sem heimsækja hann. Tekin verður útgangspunktur í efni vefsíðunnar, þar sem bætist sífellt við, og stöðugt þarf að endurmeta aðferðir við framsetningu þess. Jafnframt verður horft á hlutverk okkar sem vinnum efni fyrir opinbera vefi og hvernig má styðja enn betur við það mikilvæga verkefni. Sérstaklega verður hugað að hlutverki vefsrjórans og annars efnisvinnslufólks stofnanna og gefið verður svigrúm til umræðna og skoðanaskipta þátttakenda.
Vonast er til þess að nýta megi niðurstöður úr vinnustofunni til aðstoðar við að svara mikilvægum spurningum sem upp koma þegar hugað er að framtíðarhögun og þróun eins mikilvægasta upplýsinga- og þjónustuvefs á Íslandi.
Hvernig getum við með sem bestum hætti veit góða og hagkvæma opinbera þjónustu? Á vinnustofunni munum við skyggnast inn í þarfir notenda opinberrar þjónustu og ræða með hvaða hætti við getum með sem bestum hætti komið til móts við notendur. Getum við sannmælst um þjónustuloforð sem mæta þörfum alls samfélagsins? Markmið vinnustofunnar er jafnframt að skoða með hvaða hætti opinberir aðilar geta unnið betur saman og veitt samræmda þjónustu. Hverjar eru helstu hindranir í núverandi þjónustu? Eru núverandi verkfæri, eins og Outlook og skjalakerfi, bestu lausnirnar til að veita nútímalega þjónustu?
Vinnustofa um tækni og þróun er hugsuð fyrir tæknistjóra og stafræna leiðtoga stofnana og skiptist hún í tvennt.
Fyrri hluti - Auðkenningar og heimildir
Hverjar eru brýnustu áskoranirnar þegar kemur að því að tryggja örugga auðkenningu og heimildaveitingu (e. authentication and authorization) en um leið viðhalda góðri notendaupplifun? Í dag rekur Stafrænt Ísland Innskráningarþjónustu og Umboðskerfi, en eru þessar kjarnaþjónustur að leysa allar þarfir stofnana? Hvernig lítur framtíðin út fyrir notendur að stafrænum lausnum hins opinbera, hvort sem það er til persónulegra nota eða til að sinna störfum sínum? Markmið fyrri hluta vinnustofunnar er að opna á samtalið um þessari áskoranir og safna saman hugmyndum um framkvæmanlegar aðgerðir.
Seinni hluti – Straumurinn
Hvernig getum við hannað gagnasamskiptalag Straumsins þ.a. að það henti mismunandi þörfum stofnana til fjölbreyttra og öruggra gagnasamskipta til framtíðar? Straumurinn byggir í dag fyrst og fremst á XRoad sem styður drefið og dulkóðuð gagnasamskipi með REST API vefþjónustuskilum þar sem gögn flæða beint milli þjónustuveitenda og þjónustuþega. Er þetta módel að fullnægja þörfum stofnana til allra gagnasamskipta - eða ætti Straumurinn einnig að styðja við aðrar þarfir í gagnasamskiptum?