Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Stafræn skírteini hætta í símaveskjum

4. júní 2025

Stafræn skírteini verða einungis birt í Ísland.is appinu frá 27.ágúst 2025.

Útgáfa stafrænna skírteina opinberra stofnanna á Íslandi hófst sumarið 2020. Þá voru fyrst gefin út stafræn ökuskírteini fyrir Android og Apple snjallsíma. Til að auka öryggi og virkni skírteina verður sú breyting gerð í lok ágúst að birting þeirra verður einungis í Ísland.is appinu. Sömuleiðis verða upplýsingar um skírteini og möguleikar á endurnýjun að finna á Mínum síðum Ísland.is.

Opinber skírteini sem eru aðgengileg stafrænt eru ökuskírteini, vinnuvéla- og ADR réttindi, skotvopnaleyfi, veiðikort og örorkuskírteini en til viðbótar má nálgast stafrænt upplýsingar um vegabréf, evrópska sjúkratryggingakortið, stæðiskort (p-kort) og von bráðar einnig ný nafnskírteini gefin út af Þjóðskrá. Stafræn skírteini gilda einungis á Íslandi og því mikilvægt að þau sem ætla að aka erlendis hafi með sér plastið.

Tvær mikilvægar dagsetningar eru framundan hvað þessar breytingar varðar.

  • 1.júlí 2025 - Útgáfa nýrra skírteina í símaveski hætt, en eldri virka áfram út sumarið

  • 27. ágúst 2025 - Stafræn skírteini alfarið fjarlægð úr símaveskjum og einungis aðgengileg í Ísland.is appinu.

Upplýsingar um hvernig hægt er að nálgast Ísland.is appið.

Nánari upplýsingar um þróun stafrænna skírteina.

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.