Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf nóvember 2021

26. nóvember 2021

Fréttabréf Stafræns Íslands fyrir nóvember 2021. Staða verkefna, verkefni í vinnslu og fleira áhugavert.

egov mynd

Ísland hækkar um fjögur sæti milli ára

Ísland er í sjöunda sæti meðal Evrópuþjóða þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu samkvæmt árlegri könnun Evrópusambandsins eGovernment Benchmark. Könnunin nær til 36 landa, en Ísland hækkar um fjögur sæti milli ára og nálgast hratt markmiðið um að vera meðal fremstu þjóða í stafrænni opinberri þjónustu með þarfir notenda að leiðarljósi.

Niðurstaðan sýnir að Ísland er vel yfir meðaltali í þremur af fjórum flokkum könnunarinnar. Hún leiðir einnig í ljós hvað þarf að hafa í huga til að bæta stafræna þjónustu enn frekar og er vinna við þau atriði þegar hafin. Markmiðið er að Ísland styrki stöðu sína enn frekar á þessu sviði á næstu árum.

Einkunnagjöf í könnuninni (eGovernmet Benchmark) byggir á fjórum meginflokkum:

  • Notendamiðuð þjónusta. Lagt er mat á það  hvort þjónustan sé stafræn, farsímavæn og hversu góður stuðningur er þar við. Ísland er í 5. sæti með 96 prósentustig, vel yfir meðaltalinu sem er 88 prósent.

  • Gagnsæi. Metið er hvort stafrænu þjónustuferlin séu gegnsæ og hvort notandi sé þátttakandi í ferlinu og hafi góða yfirsýn. Ísland er í 3.sæti með 85 prósentustig, aftur vel yfir meðaltalinu sem er 64 prósent.

  • Kjarnaþjónustur. Lagt er mat á hvort grunnkerfi og grunnþjónustur hins opinbera séu aðgengilegar. Dæmi um slíka þjónustu er stafræna pósthólfið á Ísland.is. Ísland er í 6.sæti með 89 prósentustig, vel yfir meðaltalinu sem er 61 prósent.

  • Þjónusta þvert á landamæri. Hér er lagt mat á hvernig stafræn þjónusta gagnast notendum í öðrum löndum. Meðal annars hvort hægt er að nálgast upplýsingar um þjónustur á öðru tungumáli en íslensku og hvort unnt er að nota rafræna auðkenningu þvert á landamæri sem er eitt af lykilatriðum meðal þjóða innan Evrópusambandsins. Það er mikill hagur fyrir Íslendinga að vera leiðandi á þessu sviði þrátt fyrir að standa utan
    Evrópusambandsins. Ísland er í 14.sæti í þessum flokki með 54,8 prósentustig en meðaltalið er 65 prósent.

Nánar um niðurstöður eGovernment benchmark 2021.


reglugerdarsafn_opnun

Reglugerðarsafn flytur á Ísland.is

Íslenskar reglugerðir hafa fengið nýtt heimili á miðlægri þjónustugátt hins opinbera Ísland.is.

Skoða nýtt Reglugerðarsafn á Ísland.is


Umsókn um fullnaðarskírteini orðin stafræn

Stór skref tekin í átt að stafrænu ökunámsferli

Umsókn um útgáfu fullnaðarskírteinis er nú orðin stafræn og hægt að fylla út á Ísland.is. Þá geta ökukennarar nú gengið frá akstursmati með stafrænum hætti.

Frétt um stafrænt ökunámsferli


Tæknilegur vörustjóri

Spennandi og krefjandi starf hjá Stafrænu Íslandi sem spilar stórt hlutverk bættri stafrænni þjónustu hins opinbera. Starfið felur meðal annars í sér að leiða innleiðingu á Straumnum (e. X-Road).

Sækja um starf vörustjóra


Meðal verkefna Stafræns Íslands:

  • Rafræn þinglýsing kröfuhafabreytinga – í framleiðslu

  • App fyrir Ísland.is - BETA prófanir

  • Stafræn umsókn um fæðingarorlof - notendaprófanir

  • Greiðsludreifing opinberra gjalda – Í framleiðslu

  • Tilkynning um slys til Sjúkratrygginga – Í framleiðslu

  • Fasteignir fyrir einstaklinga á BETA Mínar síður

  • Innskráning á BETA Mínar síður fyrir fyrirtæki

  • Innskráning á BETA Mínar síður fyrir börn

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Tengingar stofnana við Strauminn (X-Road)

  • Umsókn um almenna gjafsókn og lögbundna gjafsókn