Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf maí 2025

30. maí 2025

Fréttabréf Stafræns Íslands maí 2025.

Tólf hugbúnaðarfyrirtæki í nýjum rammasamningi Stafræns Íslands

Tólf hugbúnaðarfyrirtæki hlutu brautargengi í nýyfirstöðnu þverfaglegu rammasamningsútboði í hugbúnaðargerð. Þetta er í þriðja sinn sem Stafrænt Ísland býður út á þennan hátt en mikill áhugi og þátttaka var að þessu sinni. 22 aðilar buðu fram alhliðateymi og 14 fyrirtæki buðu fram vefteymi. Aðferðafræði útboðsins, að bjóða fram þekkingu en ekki í tiltekið verk, er árangursrík leið í opinberum innkaupum sem notuð hefur verið undanfarin ár. Fjöldi erlendra opinberra innkaupaaðila hafa sýnt ferlinu mikinn áhuga. Um er að ræða mikilvæga fjárfestingu í stafrænum innviðum hins opinbera og þróun Ísland.is. Ferlið er sem fyrr segir framkvæmt með þessu móti í þriðja skiptið og því komin mikilvæg reynsla.

Næstu vikur fara nú í þjálfun, forgangsröðun og þekkingaryfirfærslu til nýrra teyma. Gert er ráð fyrir að nýr rammasamningur taki formlega gildi í lok júní.

Alhliðateymi

Vefteymi

1x Internet ehf

Advania

APRÓ

Aranja

Deloitte

Gangverk

Hugsmiðjan

Júní Digital

Origo

Revera

14island

Advania

APRÓ

Aranja

Deloitte

Gangaverk

Hugsmiðjan

Itera

Júní Digital

Origo

Lesa nánar um niðurstöður útboðs


Hreyfing alla ævi

Á Ísland.is er að finna góðar upplýsingar um þjónustu sem okkur stendur til boða þegar við eldumst. Á efri árum er sérstaklega mikilvægt að varðveita vöðvastyrk og stunda styrktar- og jafnvægisþjálfun. Sveitarfélög bjóða upp á margskonar hreyfingu og tómstundir fyrir eldra fólk.

Lesa nánar um hreyfingu fyrir 60+


KM gjald á Mínum síðum Ísland.is

Kílómetragjald í sér yfirliti undir Fjármál á mínum síðum - Fjársýslan Kílómetragjald er nú að finna í sér yfirliti undir Fjármál á Mínum síðum Ísland.is sem auðveldar fólki að sjá reikninga sem tengjast gjaldinu.

Skoða KM gjald á Mínum síðum


Stafræn skírteini í Ísland.is appinu

Útgáfa stafrænna skírteina opinberra stofnanna á Íslandi hófst sumarið 2020 með útgáfu stafrænna ökuskírteina. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en nú í júní verður útgáfu skírteina í símaveski hætt. Skírteinin verða aðgengileg í Ísland.is appinu og á Mínum síðum Ísland.is.

Þróum stafrænna skírteina


Dev umhverfi öryggisprófað

Á næstu vikum verður svokallað dev umhverfi Ísland.is lokað tímabundið. Dev umhverfi er svæði þar sem forritara þróa og prófa stafræna ferla. Tilgangur lokuninnar er æfing sem mun auka öryggi á kerfum Ísland.is komi t.d. til netárásar.


Eignaskipti ökutækja sjálfvirk

Samtímauppfærslur vegna bifreiðagjalda og kílómetragjalds er komið á sem þýðir að kaup og sala á ökutækjum getur átt sér stað stafrænt allan sólarhringinn alla daga vikunnar.


Útgáfufréttir Ísland.is

Tvær útgáfur voru hjá Stafrænu Íslandi nú í maí. Með útgáfufréttum er leitast við að segja frá þeim nýjungum, uppfærslum og þróun sem á sér stað í Ísland.is samfélaginu.

Lesa útgáfufréttir


Meðal verkefna Stafræns Íslands

Umsóknir

  • Staðfesting á skólavist (grunnskóli)

  • Skipta um grunnskóla

  • Afturköllun ellilífeyris

  • Skráning leigusamnings

  • Tekjuáætlun TR

  • Tilkynning um netglæp

  • Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja

Umsóknir

  • Staðfesting á skólavist (grunnskóli)

  • Skipta um grunnskóla

  • Afturköllun ellilífeyris

  • Skráning leigusamnings

  • Tekjuáætlun TR

  • Tilkynning um netglæp

  • Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja

Stjórnborð

  • Tölfræði Stafræns pósthólfs fyrir stofnanir

Fundir / kynningar

  • Kynningafundur teyma 19. og 20.júní

Ráðstefnur

  • Tengjum ríkið 18.september

Umboðskerfi

  • Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja

Vefir í vinnslu

  • Almannavarnir

  • Dómstólasýslan

  • Framkvæmdasýslan

  • Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

  • Landspítali

  • Lögreglan

  • Rannís

  • Framkvæmdasýslan

  • Heilsugæsla Suðurnesja

  • Rammaáætlun

  • Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Mínar síður Ísland.is

  • Lyfjaávísanir og lyfjasaga

  • Staða á biðlista

Tilkynningar

  • Lyfjaskírteini rennur út

  • 18 ára afmæli

Stafrænt pósthólf

  • Gagnvirk samskipti við almenning

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.