Fréttabréf maí 2025
30. maí 2025
Fréttabréf Stafræns Íslands maí 2025.

Tólf hugbúnaðarfyrirtæki í nýjum rammasamningi Stafræns Íslands
Tólf hugbúnaðarfyrirtæki hlutu brautargengi í nýyfirstöðnu þverfaglegu rammasamningsútboði í hugbúnaðargerð. Þetta er í þriðja sinn sem Stafrænt Ísland býður út á þennan hátt en mikill áhugi og þátttaka var að þessu sinni. 22 aðilar buðu fram alhliðateymi og 14 fyrirtæki buðu fram vefteymi. Aðferðafræði útboðsins, að bjóða fram þekkingu en ekki í tiltekið verk, er árangursrík leið í opinberum innkaupum sem notuð hefur verið undanfarin ár. Fjöldi erlendra opinberra innkaupaaðila hafa sýnt ferlinu mikinn áhuga. Um er að ræða mikilvæga fjárfestingu í stafrænum innviðum hins opinbera og þróun Ísland.is. Ferlið er sem fyrr segir framkvæmt með þessu móti í þriðja skiptið og því komin mikilvæg reynsla.
Næstu vikur fara nú í þjálfun, forgangsröðun og þekkingaryfirfærslu til nýrra teyma. Gert er ráð fyrir að nýr rammasamningur taki formlega gildi í lok júní.
Alhliðateymi | Vefteymi |
---|---|
1x Internet ehf Advania APRÓ Aranja Deloitte Gangverk Hugsmiðjan Júní Digital Origo Revera | 14island Advania APRÓ Aranja Deloitte Gangaverk Hugsmiðjan Itera Júní Digital Origo |
Lesa nánar um niðurstöður útboðs
Hreyfing alla ævi
Á Ísland.is er að finna góðar upplýsingar um þjónustu sem okkur stendur til boða þegar við eldumst. Á efri árum er sérstaklega mikilvægt að varðveita vöðvastyrk og stunda styrktar- og jafnvægisþjálfun. Sveitarfélög bjóða upp á margskonar hreyfingu og tómstundir fyrir eldra fólk.
Lesa nánar um hreyfingu fyrir 60+
KM gjald á Mínum síðum Ísland.is
Kílómetragjald í sér yfirliti undir Fjármál á mínum síðum - Fjársýslan Kílómetragjald er nú að finna í sér yfirliti undir Fjármál á Mínum síðum Ísland.is sem auðveldar fólki að sjá reikninga sem tengjast gjaldinu.
Stafræn skírteini í Ísland.is appinu
Útgáfa stafrænna skírteina opinberra stofnanna á Íslandi hófst sumarið 2020 með útgáfu stafrænna ökuskírteina. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en nú í júní verður útgáfu skírteina í símaveski hætt. Skírteinin verða aðgengileg í Ísland.is appinu og á Mínum síðum Ísland.is.
Dev umhverfi öryggisprófað
Á næstu vikum verður svokallað dev umhverfi Ísland.is lokað tímabundið. Dev umhverfi er svæði þar sem forritara þróa og prófa stafræna ferla. Tilgangur lokuninnar er æfing sem mun auka öryggi á kerfum Ísland.is komi t.d. til netárásar.
Eignaskipti ökutækja sjálfvirk
Samtímauppfærslur vegna bifreiðagjalda og kílómetragjalds er komið á sem þýðir að kaup og sala á ökutækjum getur átt sér stað stafrænt allan sólarhringinn alla daga vikunnar.
Útgáfufréttir Ísland.is
Tvær útgáfur voru hjá Stafrænu Íslandi nú í maí. Með útgáfufréttum er leitast við að segja frá þeim nýjungum, uppfærslum og þróun sem á sér stað í Ísland.is samfélaginu.
Meðal verkefna Stafræns Íslands
Umsóknir
Staðfesting á skólavist (grunnskóli)
Skipta um grunnskóla
Afturköllun ellilífeyris
Skráning leigusamnings
Tekjuáætlun TR
Tilkynning um netglæp
Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja
Umsóknir
Staðfesting á skólavist (grunnskóli)
Skipta um grunnskóla
Afturköllun ellilífeyris
Skráning leigusamnings
Tekjuáætlun TR
Tilkynning um netglæp
Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja
Stjórnborð
Tölfræði Stafræns pósthólfs fyrir stofnanir
Fundir / kynningar
Kynningafundur teyma 19. og 20.júní
Ráðstefnur
Tengjum ríkið 18.september
Umboðskerfi
Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja
Vefir í vinnslu
Almannavarnir
Dómstólasýslan
Framkvæmdasýslan
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Landspítali
Lögreglan
Rannís
Framkvæmdasýslan
Heilsugæsla Suðurnesja
Rammaáætlun
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa
Mínar síður Ísland.is
Lyfjaávísanir og lyfjasaga
Staða á biðlista
Tilkynningar
Lyfjaskírteini rennur út
18 ára afmæli
Stafrænt pósthólf
Gagnvirk samskipti við almenning