Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Eldri innskráningarþjónusta Ísland.is lokar

28. nóvember 2023

Eldri innskráningarþjónusta og umboðskerfi Ísland.is lokar 1. september 2024.

handaband

Eldri innskráningarþjónusta og umboðskerfi Ísland.is lokar 1. september.

Samhliða nýrri og endurbættri innskráningarþjónustu Ísland.is var farið í útleiðingu eldri innskráningarþjónustu ásamt Íslykli. Í byrjun maí 2023 var hætt að taka við nýjum skráningum og frá næstu áramótum verður smám saman dregið úr stuðningi við þjónustuna og henni svo endanlega lokað 1.september 2024.

Nýja innskráningarþjónustan ásamt umboðskerfi ber heitið Innskráning fyrir alla og er hugsuð fyrir stofnanir og sveitarfélög. Það er því einungis í boði fyrir opinbera aðila að færa sig yfir í þá þjónustu.

Einkaaðilar sem hafa áhuga á að nota rafræn skilríki til að auðkenna viðskiptavini sína er bent á innskráningarglugga Auðkennis eða aðrar lausnir sem til eru á markaði.

Nánari upplýsingar og umsókn um Innskráningu fyrir alla á Ísland.is.

Lesa frétt um lokun nýskráninga í eldri innskráningarþjónstu Ísland.is