Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Desember - fréttabréf

4. desember 2020

Verkefnastofa um stafrænt Ísland sendir reglulega frá sér fréttabréf þar sem áhugasamir geta fylgst með stöðu mála í stafrænni vegferð hins opinbera.

Madurmsima_konaistraeto

Viðspyrnuaðgerðir á Ísland.is

Stærstu verkefni ríkisstjórarinnar síðustu mánuði hefur verið að stilla upp viðspyrnuaðgerðum tengdum COVID-19. Flestar ef ekki allar stofnanir hafa þurft að einhverju eða öllu leiti að endurskoða alla sína ferla. Þar spilar sjálfsafgreiðsla og rafrænar umsóknir stórt hlutverk. Stafrænt Ísland hefur stutt við fjölda slíkra verkefna og má þar nefna Stuðningslán
til fyrirtækja ásamt umsókn um styrk til íþrótta- og tómstundastarfs. Aðgerðir er ein hlið málsins en upplýsingar um virk úrræði og hvernig einstaklingar og rekstraraðilar geta nýtt sér úrræðin er önnur. Þess vegna er nú að finna allar virkar viðspyrnuaðgerðir
ríkisstjórarinnar á einum stað á Ísland.is.


Fyrsta tenging við Strauminn

Mikið af þeim verkefnum sem Stafrænt Ísland kemur að eru ósýnileg notendum t.d.
tengingar stofnanna við Strauminn. Fjöldi stofnanna eru lagðar af stað í þeirri vegferð og má fylgjast með gangi mála á Ísland.is. Fyrsta stofnunin sem hefur tengst Straumnum er Ríkislögreglustjóri með ökuskírteinagrunninn.

Mikill áhugi er hérlendis sem og erlendis á stafrænum lausnum. Ísland og Eistland deildu reynslusögum um stafænar lausnir hins opinbera í baráttunni gegn Covid-19 en Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands var þar meðal fyrirlesara.

Nýjar Mínar síður eru í BETA prófunum. Markmiðið er að stofnanir þurfi ekki að setja tíma eða fjármagn eigin mínar síður heldur geti nýtt sér tæknistakk Ísland.is. Önnur verkefni eru sýnilegri eins og stafræn vinnuvéla- og ADR skírteini sem litu dagsins ljós í mánuðinum. Sömuleiðis umsókn um styrk úr Samstarfssjóði, umsókn um kynningar og fræðslustyrk til félagasamtaka, mat á rétt til styrks til íþrótta- og tómstundastarfs  ásamt yfirlýsingu sýslumanns vegna hjúskapar erlendis. Þá er tilkynning um rafrænt gagnasafn nú að finna á Ísland.is, umsókn um almenna og lögbundna gjafsókn svo einhver dæmi séu tekin.

Staðan: 


Segðu þína sögu 

Stafrænt Ísland vinnur að því að auðvelda aðgengi að þjónustu hins opinbera með stafrænum lausnum í nánu samstarfi við ráðuneyti og stofnanir. Við eigum öll okkar sögur af opinberri þjónustu, bæði góðar og slæmar. Við viljum safna þeim saman með það að markmiði að geta brugðist við og leyst úr þeim vandamálum sem notendur upplifa.

Við opnum því á samtalið við notendur og hvetjum fólk til að segja okkur sína sögu af opinberri þjónustu. Þetta á við um umsókn til fæðingarorlofs, endurnýjun vegabréfs, opnun fyrirtækis svo eitthvað sé nefnt. Segðu þína sögu!


Nýr þjónustustjóri

Í takti við stefnu Stafæns Íslands að bæta stafræna þjónustu hefur Fríða Rut Hallgrímsdóttir verið ráðin þjónustustjóri. Þá standa yfir ráðningar á vörustjórum sem munu styrkja teymið innan húss en hátt í 100 manns starfa fyrir Starfrænt Ísland í tengslum við rammasamning
ásamt fjölda verktaka. Teymi Stafræns Íslands


Ísland.is

Í meðfylgjandi kynningarmyndbandi er tekin saman tilgangur og framtíðarsýn Ísland.is sem verður í sífelldri þróun næstu árin. Horfa á kynningarmyndband.


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Askur - spjallmenni Ísland.is í þróun

  • App fyrir Ísland.is

  • Umsóknarkerfi á Ísand.is

  • Uppfærsla á pósthólfi Ísland.is

  • Umsókn um fæðingarorlof

  • Umsókn um ríkisborgararétt

  • Nýtt innskráningarkerfi

  • Reglugerðarsafn

  • Rafrænar þinglýsingar

  • Réttarvörslugátt og gæsluvarðhaldsferli í greiningu

  • Ökunámsferli frá námi tli skírteinis í síma

  • Rafrænt skilavottorð fyrir úrvinnslu ökutækja

  • Stafrænt búsforræðisvottorð

Hægt er að skrá sig á póstlista á síðu Stafræns Íslands á Ísland.is


Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með stefnumótun stjórnvalda um upplýsingatækni. 
Á vegum ráðuneytisins er starfrækt verkefnastofa um Stafrænt Ísland sem vinnur að framgangi verkefna þvert á stofnanir ríkis og sveitarfélaga með það að markmið að stórefla stafræna þjónustu.