Almenningur og hagsmunaaðilar
Ef áætlun er háð umhverfismati gefst almenningi kostur á að kynna sér og gera athugasemdir við tillögu að viðkomandi áætlun og umhverfismati hennar á kynningartíma.
Í sumum tilvikum gefst almenningi kostur á að kynna sér og gera athugasemdir við matslýsingu umhverfismats, í upphafi umhverfismatsvinnunar.
Nánar um hvernig þú getur haft áhrif á skipulag byggðar og mótun umhverfis (pdf).