12. mars 2025
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja vegna gosminnisvarða og stígakerfis
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna gosminnisvarða og stígakerfis.
Skipulagsgögn eru til sýnis í Skipulagsgátt og á vef sveitarfélagsins www.vestmannaeyjar.is.
Athugasemdir þurfa að berast skriflega í afgreiðslu ráðhúss Vestmannaeyja, Kirkjuvegi 50, eða í gegnum Skipulagsgátt eigi síðar en 21. apríl 2025.

