14. október 2025
Sundabraut
Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness.
Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á Skipulagsgátt.
Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn í gegnum Skipulagsgáttina eigi síðar en 30. nóvember 2025.
Vakin er athygli á því að Vegagerðin mun halda þrjá opna kynningarfundi í Reykjavík, þar sem fjallað verður um niðurstöður umhverfismats Sundabrautar og drög að aðalskipulagsbreytingu:
Klébergsskóli: 20. október kl. 18:00-19:30.
Hilton Reykjavík Nordica: 21. október kl. 17:30-19:00.
Borgaskóli: 22. október kl. 17:30-19:00.
Fundirnir verða teknir upp og upptökurnar gerðar aðgengilegar á vef Vegagerðarinnar og Reykjavíkur.
Einnig verða haldnir kynningarfundir um niðurstöður umhverfismats Sundabrautar í Mosfellsbæ, á Akranesi og hjá Vegagerðinni:
Framhaldsskólinn Mosfellsbæ: 23. október kl. 17:30-19:00.
Vegagerðin, Suðurhrauni 3, Garðabæ: 24. október kl. 9:00-10:30. Fundurinn verður í beinu streymi.
Bæjarskrifstofa Akraness: 4. nóvember kl. 19:30-21:00.
