11. júlí 2025
Ísallínur 3&4 í Hafnarfirði
Landsnet hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats Ísallína 3&4 í Hafnarfirði
Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á Skipulagsgátt
Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn í gegnum Skipulagsgáttina eigi síðar en 5. september 2025.
Vakin er athygli á að kynningarfundur verður haldinn um framkvæmdirnar á vegum Landsnets miðvikudaginn 20. ágúst nk. í Haukaheimilinu kl. 17 og eru allir velkomnir.

