Yfirlit yfir ferli við umhverfismat framkvæmda
28. nóvember 2025
Út eru komin gröf til leiðbeiningar um ferli við matsskylduákvarðanir og umhverfismat framkvæmda.

Út eru komin gröf til leiðbeiningar um ferli við matsskylduákvarðanir og umhverfismat framkvæmda. Útgáfan er skref í endurskoðun leiðbeininga Skipulagsstofnunar um skipulag og umhverfismat, sem stofnunin vinnur nú að.
Í gröfunum er leitast við að gefa yfirlit yfir hvert ferli og gera grein fyrir helstu skrefum þess, frá tilkynningu um framkvæmd til afgreiddrar umhverfismatsskýrslu, og aðkomu aðila sem að því koma. Jafnframt er tilgreint hvaða ákvæði í lögum og reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana á við um hvert skref. Þeim er ætlað að nýtast þeim sem koma að umhverfismatinu með einum eða öðrum hætti.
Gröfin má nú finna undir útgefið efni hér á vef stofnunarinnar:
Líkt og fyrr segir er útgáfan hluti af stærra verkefni við endurskoðun á leiðbeiningum Skipulagsstofnunar. Hafir þú ábendingar um ofangreint má koma þeim á framfæri á skipulag@skipulag.is
