Vel heppnaður samráðsfundur Skipulagsstofnunar og skipulagsfulltrúa
24. október 2024
Skipulagsstofnun bauð skipulagsfulltrúum allra sveitarfélaga landsins á samráðsfund þann 18. október síðastliðinn en fundurinn var haldinn í tengslum við Skipulagsdaginn - árlega ráðstefnu stofnunarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál. Markmið fundarins var að efla tengsl og samstarf Skipulagsstofnunar og skipulagsfulltrúa.
Á fundinum kynnti starfsfólk Skipulagsstofnunar nýjungar í starfsemi stofnunarinnar, nánar tiltekið stöðu á innleiðingu stafræns deiliskipulags, helstu nýjungar í þróun Skipulagsgáttar og endurskoðun leiðbeininga stofnunarinnar. Eftir hádegi var vinnustofa þar sem skipulagsfulltrúar og starfsfólk Skipulagsstofnunar rýndu í málefni er varða gæði, samskipti, samráð og skilvirkni.
Skipulagsstofnun þakkar öllum fyrir komuna!