Staðfesting á Svæðisskipulagi Suðurhálendis 2022-2042
11. desember 2024
Innviðaráðherra staðfesti 10. desember 2024 Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042 sem samþykkt var í svæðisskipulagsnefnd 27. febrúar 2024.
Niðurstaða svæðisskipulagsnefndar var auglýst 20. apríl 2024.
Málsmeðferð var samkvæmt 22.-25. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast svæðisskipulagið á Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar það hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.