Staðfesting á óverulegri breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps vegna breyttra skilmála fyrir íbúðarbyggð ÍB19 í landi Skálmholts
13. nóvember 2024
Skipulagsstofnun staðfesti 13. nóvember 2024 óverulega breytingu á Aðalskipulag Flóahrepps 2017 - 2029 sem samþykkt var í sveitarstjórn 4. júní 2024.
Í breytingunni felst að í sérákvæðum fyrir íbúðarbyggð ÍB19 í Skálmholti, eru byggingarheimildir rýmkaðar fyrir aukahús tengt uppbygginu á lóðinni, s.s. gestahús eða gróðurhús ásamt íbúðarhúsi og bílskúr .
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.