Staðfesting á breytingu á rammahluta aðalskipulags Garðabæjar vegna íþróttasvæðis í Vetrarmýri
26. janúar 2026

Skipulagsstofnun staðfesti 26. janúar 2026 óverulega breytingu á rammahluta Aðalskipulags Garðabæjar2016-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 2. október 2025.
Breytingin tekur til rammahluta aðalskipulags í Vífilsstaðalandi og felst í breytingu á afmörkun íþróttasvæðis (4.10 Íþ), Vetrarmýri, golfvöllur. Stærð svæðisins breytist úr 60,5 ha í 60,7 ha.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
