Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna nýs verslunar- og þjónustusvæðis í Skógarlundi
21. janúar 2026

Skipulagsstofnun staðfesti, 21. janúar 2026, breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. október 2025.
Í breytingartillögunni felst að hluta skógaræktarsvæðis (SL6) í Skógarlundi er breytt í verslunar- og þjónustusvæði VÞ29 vegna áforma um uppbyggingu allt að 70 gestahúsa með 192 gistirúmum ásamt þjónustuhúsum fyrir starfsemina. Breytingin tekur til um 41 hektara svæðis. Skógræktarsvæði (SL6) mun minnka úr 102 ha í 62 ha.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
