Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna efnistökusvæðis í Sandártungu
14. janúar 2025
Skipulagsstofnun staðfesti 14. janúar 2025 breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 sem samþykkt var í sveitarstjórn 4. desember 2024.
Í breytingunni felst skilgreining á nýju efnistökusvæði E57 í Sandártungu í Þjórsárdal á um 4,2 ha svæði, innan friðlýsts svæðis vegna menningarlandsslags, með heimildum fyrir 200.000 m3 efnistöku. Skógræktar- og landgræðslusvæði (SL17) minnkar til samræmis.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.