Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Kílhraunsvegar 1-56
16. júlí 2025

Skipulagsstofnun staðfesti, 16. júlí 2025, breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 sem samþykkt var í sveitarstjórn 21. maí 2025.
Í breytingunni felst að íbúðarbyggð ÍB1 í Áshildarmýri stækkar um 33 ha og heimiluð verður uppbygging 70 íbúðarlóða í stað 31 lóðar. Frístundabyggð F4 minnkar til samræmis og verður 10 ha og gert ráð fyrir fjórum lóðum en sá hluti frístundabyggðar sem var innan flóðasvæðis verður landbúnaðarsvæði.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
