Staðfesting á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar vegna breyttra landnotkunarheimilda við Hringbraut.
5. janúar 2026

Skipulagsstofnun staðfesti, 5. janúar 2026, breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2040 sem samþykkt var í borgarstjórn 2. október 2025.
Í breytingartillögunni felst að stærri hluti Hringbrautar njóti aðalgötuheimilda; þ.e. að afmarkaður hluti Hringbrautar, með húsnúmerin 22-34, austan Suðurgötu, njóti sömu landnotkunarheimilda og sambærilegar götuhliðar við Hringbraut, vestan Suðurgötu.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
