Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar vegna miðsvæðis M11
16. október 2025

Skipulagsstofnun staðfesti, 16. október 2025, breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 sem samþykkt var í sveitarstjórn 19. ágúst 2025.
Í breytingunni felst að stækka miðsvæði M11 við Bolafót um 1,3 hektara og opið svæði OP2 við Njarðvíkurskóga minnkar til samræmis og fer úr 44,5 hektara í 43,2 hektara að stærð. Gert er ráð fyrir blandaðri atvinnustarfsemi ásamt 125 íbúðum og að mannvirki geti verið 3- 5 hæðir.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
