Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna Stekkatúns 165446, stækkunar verslunar- og þjónustusvæðis VÞ36
19. júní 2025
Skipulagsstofnun staðfesti, 19. júní 2025, breytingu á Aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 14. maí 2025.
Í breytingunni felst stækkun verslunar- og þjónustusvæðis VÞ36 úr 6,7 ha í 12,6 ha. Gert er ráð fyrir 27 hvelfingum (plastkúluhúsum) ásamt þjónustuhúsum, gufuböðum og sturtum og starfsmannaaðstöðu. Heildarbyggingarmagn er allt að 1200 m2 með 54 gistirúmum.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.