Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna minnkunar frístundabyggðar í landi Reyðarvatns
12. desember 2024
Skipulagsstofnun staðfesti 12. desember 2024 breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 13. nóvember 2024.
Í breytingunni felst minnkun frístundabyggðar F57 úr 70 ha í 55,6 ha. Landbúnaðarsvæði stækkar sem því nemur. Fjöldi ráðgerðra lóða á F57 fer úr 40 í 37.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.