Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna breyttrar aðkomu og fjölgunar íbúðalóða við Gaddstaði
19. júní 2025
Skipulagsstofnun staðfesti 19. júní 2025 breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 14. maí 2025.
Í breytingunni felst breytt lega aðkomuvegar að Gaddstöðum en ný aðkoma verður meðfram Suðurlandsvegi frá væntanlegu hringtorgi við Reykjagarð. Íbúðarlóðum við Gaddstaði (ÍB29) er fjölgað úr 55 í 60 og íbúðarbyggðin stækkuð um 5,9 ha. Frístundabyggð F63 minnkar um 2,1 ha og lóðum er fækkuð úr 25 í 10.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.