Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra vegna frístundabyggðar að Dímonarflötum
3. júní 2025
Skipulagsstofnun staðfesti 28. maí 2025 breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn 14. mars 2025.
Í breytingunni felst að skilgreint er tvískipt svæði fyrir frístundabyggð F39 að Dímonarflötum fyrir fimm lóðir, alls um 52 ha að stærð. Landbúnaðarland L2 minnkar sem breytingunni nemur.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.