Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 vegna breyttra almennra ákvæða aðalskipulags og landnotkunar í Höfðabrekku
13. maí 2025
Skipulagsstofnun staðfesti 13. maí 2025 breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 sem samþykkt var í sveitarstjórn 19. mars 2025.
Í breytingunni felst að almennum skilmálum um landbúnaðarsvæði er breytt í greinargerð aðalskipulags, íbúðarbyggð í dreifbýli er heimiluð og breytingar eru gerðar á ákvæðum verslunar- og þjónustusvæða. Auk þess er uppdrætti og greinargerð fyrir Höfðabrekku breytt, þar sem bætt er við svæði fyrir íbúðarbyggð ÍB10 við hlið verslunar- og þjónustusvæðis VÞ38 Höfðabrekka.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
