Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Kópavogs vegna rammahluta fyrstu lotu Borgarlínu
15. júlí 2025

Skipulagsstofnun staðfesti 15. júlí 2025 breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 sem samþykkt var í bæjarstjórn 13. maí 2025.
Í breytingunni felst rammahluti Aðalskipulags Kópavogs um Borgarlínuna, fyrir fyrstu lotu hennar frá Fossvogsbrú að Hamraborg. Sett er fram bindandi stefna fyrir kjarnastöð við Hamraborg, leiðbeinandi staðsetning fyrir aðrar stöðvar og legu Borgarlínunnar. Auk þess eru sett fram viðmið sem líta ber til við fyrir hönnun göturýma og innviða Borgarlínunnar.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
