Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps vegna íbúðarbyggðar og verslunar- og þjónustusvæðis í landi Eyrar í Kjós.
20. desember 2024
Skipulagsstofnun staðfesti, 27. nóvember 2024, breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 sem samþykkt var í sveitarstjórn 4. september 2024.
Í breytingunni felst breyting á almennum ákvæðum fyrir íbúðarbyggð og landbúnaðarsvæði, stækkun íbúðarbyggðar (ÍB8) úr 20 ha í 53,5 ha fyrir allt að 48 lóðir og nýtt 8,1 ha verslunar- og þjónustusvæði (VÞ9) með heimild fyrir allt að 30 gistirúmum ásamt tjaldsvæði í landi Eyrar í Kjós.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.