Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna stækkunar Mjólkárvirkjunar, afhendingar grænnar orku og nýrrar bryggju
30. október 2024
Skipulagsstofnun staðfesti, 31. október 2024, breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 sem samþykkt var í bæjarstjórn 5. september 2024.
Í breytingunni felst stækkun Mjólkárvirkjunar. Á iðnaðarsvæði (i1); er gert ráð fyrir hækkun stíflu, afmörkun nýs efnistökusvæðis og gerð veituskurðs við Tangarvatn, ásamt stöðvarhúsi nýrrar 0,5 MW virkjunar við Hólmavatn. Heimilað er að leggja nýjan aðkomuveg,, auk jarðstrengs og niðurgrafna þrýstipípu á milli fyrrgreindra vatna uppá Glámuhálendi. Einnig er mörkuð stefna um nýtt iðnaðarsvæði (i45) og stækkun ferjubryggju á nýju athafnarsvæði.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.