Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar vegna frístundabyggðar í Efra-Skarði
8. nóvember 2024
Skipulagsstofnun staðfesti 7. nóvember 2024 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn þann 23. ágúst 2023.
Í breytingunni felst stækkun frístundabyggðar F9 í landi Efra-Skarðs um 0,8 ha og við það minnkar skógræktar- og landgræðslusvæði SL25 sem því nemur. Einnig minnkar landbúnaðarsvæði L1 lítillega.
Málsmeðferð var var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.