Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps vegna verslunar- og þjónustu að Efra-Seli
26. maí 2025
Skipulagsstofnun staðfesti 26. maí 2025 breytingu á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. apríl 2025.
Í breytingunni felst heimild fyrir stækkun hótels innan verslunar- og þjónustusvæðis VÞ5 að Efra-Seli og fjölgun gistirúma úr 80 í 170 með 85 herbergjum. Stærð svæðisins og landnotkun breytist ekki.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
