Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar vegna áforma um fjölgun íbúða í Ölkeldudal
19. júní 2025
Skipulagsstofnun staðfesti, 19. júní 2025, breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 sem samþykkt var í bæjarstjórn 10. apríl 2025.
Í breytingunni felst að íbúðarbyggð ÍB-5 í Ölkeldudal stækkar um 0,3 ha, opið svæði OP-3 minnkar um 0,5 ha, samfélagsþjónusta S-3 stækkar um 0,4 ha, afþreyingar- og ferðamannasvæði AF-2 stækkar um 0,2 ha, íþróttasvæði ÍÞ-5 minnkar um 0,6 ha og opið svæði OP-5 stækkar um 0,1 ha. Breytingin er gerð í tengslum við heildarendurskoðun deiliskipulags á öllu svæðinu.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.