Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar vegna miðbæjarreits (M1)
25. nóvember 2025
Skipulagsstofnun staðfesti 25. nóvember 2025 breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 sem samþykkt var í bæjarráði 28. ágúst 2025.
Í breytingunni felst að gerð er breyting á ákvæðum um hæðir húsa á hluta miðbæjarsvæðis M1, úr tveimur hæðum í þrjár hæðir með inndreginni fjórðu hæð.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
