Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps vegna breyttrar landnotkunar Þinggerði 1
17. júlí 2025

Skipulagsstofnun staðfesti 17. júlí 2025 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn 7. maí 2025.
Í breytingunni felst að breyta verslunar- og þjónustusvæði VÞ16 að Þinggerði 1 í Grímsnesi í svæði fyrir samfélagsþjónustu S5 vegna áforma um uppbyggingu þjónustubygginga m.a. slökkvi- og björgunarmiðstöð.
Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
