Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps vegna Selfosslínu 1
21. október 2024
Skipulagsstofnun staðfesti, 21. október 2024, breytingu á Aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 sem samþykkt var í sveitarstjórn 3. september 2024.
Í breytingunni felst að mörkuð er stefna um 3 km langan 132 kV jarðstreng, Selfosslínu 1, frá Selfossi meðfram nýrri legu Suðurlandsvegar að mörkum Sveitarfélagsins Árborgar. Jafnframt er gerð breyting á mörkum Flóahrepps og Sveitarfélagsins Árborgar og er afmörkun reita VÞ1 og ÍÞ1 löguð að nýjum sveitarfélagamörkum.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.